Nefndi bangsa eftir spámanninum

Breskur barnakennari hefur verið handtekinn í Súdan fyrir að leyfa nemendum sínum að nefna leikfangabangsa í höfuðið á Múhameð spámanni. Kennarinn, sem er 54 ára gömul kona, gæti átt yfir höfði sér hálfs árs fangelsisvist eða 40 vandarhögg.

Vinnufélagar kennarans segja hana hafa gert saklaus mistök þegar hún leyfði 6 og 7 ára gömlum börnum að velja nafn á bangsann. Múhameð er algengt nafn í Súdan.

Þetta gerðist í september en konan, sem heitir Gillian Gibbons og er frá Liverpool, var handtekin í síðustu viku eftir að foreldrar barnanna kvörtuðu til yfirvalda og töldu að kennarinn hefði með þessu móðgað spámanninn. Þá hefur skólanum verið lokað tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert