Sarkozy hvetur Parísarbúa til stillingar

Frá Villiers-le-Bel í París í gærkvöldi.
Frá Villiers-le-Bel í París í gærkvöldi. AP

Talsmaður sambands franskra lögreglumanna segir 77 lögreglumenn hafa særst í átökum við mótmælendur í úthverfi Parísar á undanförnum sólarhring þar af fimm lífshættulega. Óeirðir brutust út í Villiers-de-Bel úthverfinu í norðurhluta Parísar eftir að tvö ungmenni, á mótorhjóli, létu lífið í árekstri við lögreglubíll á sunnudag.

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti sem er staddur í Kína, hefur hvatt Parísarbúa til stillingar og Michele Alliot-Marie innanríkisráðherra, segir ýmislegt benda til þess að óeirðirnar séu samræmdar og skipulagðar.

Í morgun sveimuðu lögregluþyrlur yfir Villiers-le-Bel. Um eitt hundrað ungmenni köstuðu mólotovkokteilum, flöskum með sýru og beittu hafnaboltakylfum í átökum við lögreglumenn í gærkvöldi. Þá var kveikt í 63 bílum og eldur lagður að fimm húsum.

Ungmennin, sem létust á sunnudag voru ættuð frá Norður-Afríku og þykja óeirðirnar nú minna mjög á óeirðir sem urðu í borginni árið 2005

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert