Kjörstaðir opnaðir í Moskvu

Sjóliðar á kjörstað í St. Pétursborg í morgun.
Sjóliðar á kjörstað í St. Pétursborg í morgun. Reuters

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Moskvu, en kosningar til neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunner, fara nú fram. Kosning hófst í Síberíu í gærkvöldi en Rússland nær yfir 11 tímabelti og síðustu kjörstöðum í vesturhlutanum verðu ekki lokað en 22 tímum eftir að þeir fyrstu voru opnaður.

Ellefu flokkar eru í framboði en aðeins þeir sem ná 7% atkvæða koma mönnum inn á þing. Búist er að flokkur Valdimirs Pútins, núverandi forseta, Sameinað Rússland, fái mikinn meirihluta þingsætanna en eftir að kosningarnar urðu að nokkurs konar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Pútín ætti að halda völdunum virðist flokkurinn staðráðinn í að tryggja sér stórsigur og mikla kjörsókn.

Samkvæmt stjórnarskránni þarf Pútín að láta af embætti í maí, þegar öðru kjörtímabili hans lýkur, en fái flokkur hans stuðning mikils meirihluta Rússa getur forsetinn haldið því fram að kjósendurnir hafi veitt honum umboð til að halda völdunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert