Ekki líklegt að Íranar vilji koma sér upp kjarnorkuvopnum

Í skýrslu, sem sextán bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa gert um kjarnorkumál í Íran, segir að Íranar virðist ekki jafn áfjáðir í að koma sér upp kjarnorkuvopnum eins og bandarísk stjórnvöld hafi haldið fram undanfarin tvö ár.

Hins vegar sé talið, að Íranar hafi augun opin fyrir tækifærum, sem kunni að gefast til að þróa kjarnorkuvopn.

Leyniþjónustofnanirnar segja, að Íranar hafi hætt áætlun um þróun kjarnorkuvopna árið 2003 vegna alþjóðlegs þrýstings og kostnaðar en hafi samt haldið áfram að auðga úran. Það þýði að Íranir geti komið sér upp slíkum vopnum á milli áranna 2010 og 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert