Frakkar í hungurverkfalli

Frökkunum þykir málsmeðferð þeirra ekki vera samkvæmt lýðræðislegum reglum.
Frökkunum þykir málsmeðferð þeirra ekki vera samkvæmt lýðræðislegum reglum. Reuters

Sex franskir ríkisborgarar sem eru í haldi í Chad sakaðir um að ætla að smygla 103 börnum úr landinu eru í hungurverkfall til að vekja athygli á því sem þeim finnst vera óréttmæt lagaleg meðferð á máli þeirra.

Þeim finnst að sögn fréttastofu BBC einnig að franska ríkið hafi brugðist þeim. Sexmenningarnir sem starfa allir hjá góðgerðarstofnuninni Örkin hennar Zoe eru sökuð um mannrán og svik og eru í haldi í N’Djamena, höfuðborg Chad.

Þau neyta ekki matar en vatn og sígarettur eru það eina sem þau leyfa sér. Þau voru handtekinn í október síðast liðnum á leið úr landi brott með börnin í leiguflugvél.

Síðan hefur komið í ljós að næstum því öll börnin eiga foreldra í þorpum nærri landamærum Chad og Darfur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka