Gore: Breyttar áherslur í loftlagsmálum með nýjum forseta

Nóbelsverðlaunahafinn og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, sagði í dag að hann telji að næsti Bandaríkjaforseti muni breyta stefnu landsins í loftlagsmálum, og taka aukinn þátt í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Það er líklegt að nýi forsetinn, sama hvaða flokkur vinnur kosningarnar, þurfi að taka breytta afstöðu gagnvart veðurfarsvánni,“ sagði Gore í samtali við AP-fréttastofuna. „Ég tel að Bandaríkin muni brátt hafa uppbyggilegra hlutverki að gegna.“

Al Gore.
Al Gore. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert