Bann lagt við misvísandi auglýsingum innan ESB

Nýjar reglur sem banna misvísandi auglýsingar taka gildi hjá Evrópusambandinu í dag. Meðal þess sem er bannað eru tilboð sem ekki standast, rangar upplýsingar um hluti sem eiga að vera ókeypis og auglýsingar sem beint er gegn börunum um að þau verði að eignast ákveðna hluti.

Meglena Kuneva, framkvæmdastjóri neytendamála hjá Evrópusambandinu segir nýju reglunar einar þær hörðustu sem gilda í heiminum um misvísandi auglýsingar og þrýsting á neytendur um að þeir verði að kaupa eitthvað.

Hins vegar hafa einungis 14 af 27 aðildarríkjum ESB innleitt reglunar og eiga löndin því yfir höfði sér lögsókn af hálfu ESB. Meðal þeirra eru lönd eins og: Bretland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Hollandi, Portúgal og Spánn.

Meðal þess sem er bannað er að auglýsa vöru á lágu verði án þess að eiga nægar birgðir til sölu. Birta tilboð þar sem kostnaður við símtal eða flutning er ekki innifalinn í verði. Allar auglýsingar í fjölmiðlum og á netinu sem segja börnum að kaupa hlutinn núna eða „segðu mömmu að kaupa þetta handa þér". Bann er lagt við kostaðri umfjöllun þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvort auglýsandi hafi greitt fyrir ritstjórnarefni til að kynna vöru. Pýramídaáætlun um að græða peninga á því að fá nýja viðskiptavini án þess að selja þeim hlut. Bannað er að auglýsa að hlutur sé einungis til í takmarkaðan tíma ef það er ekki raunin. Bannað er að krefjast greiðslu fyrir hlut sem sendur er til neytanda án þess að hann hafi óskað eftir því að fá hlutinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert