Kasparov hættir við forsetaframboð

Garrí Kasparov.
Garrí Kasparov. Reuters

Garrí Kasparov hefur hætt við forsetaframboð sitt í Rússlandi en hann var nýlega valinn frambjóðandi samtakanna Hins Rússlands, sem eru einskonar grasrótarsamtök stjórnarandstæðinga.

„Kosningabaráttu minni lýkur á morgun," sagði Kasparov og sagði ástæðuna þá, að erfitt væri að koma á skipulögðum fundi stuðningsmanna sinna til að tilnefna hann formlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert