Stuðningsmenn Thaksins unnu

Fólk af Akhaættbálki greiðir atkvæði í afskekktu þorpi skammt frá …
Fólk af Akhaættbálki greiðir atkvæði í afskekktu þorpi skammt frá landamærum Taílands og Búrma. Reuters

Útgönguspá bendir til þess, að stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, sem settur var af sem forsætisráðherra Taílands á síðasta ári, hafi unnið sigur í þingkosningum sem fóru fram í landinu í dag. Er talið að þessi niðurstaða muni auka pólitíska spennu í Taílandi til muna.

Flokkur valds fólksins, PPP, sem stuðningsmenn Thaksins stýra, fékk 256 þingsæti af 480 í neðri deild taílenska þingsins, samkvæmt útgönguspá sem háskóli í Bangkok stóð fyrir. Lýðræðisflokkurinn, sem er andvígur Thaksin, fékk 162 þingsæti.

Thaksin var hrakinn frá völdum af her landsins í september í fyrra en hann nýtur enn mikilla vinsælda í Taílandi, einkum í sveitum landsins. PPP byggði kosningabaráttu sína á því því loforði að Thaksin verði sóttur til London, þar sem hann hefur verið í útlegð. .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert