Ferðamenn snúa aftur til Betlehem

Félagar í öryggissveitum Palestínumanna á verði utan við Fæðingarkirkjuna í …
Félagar í öryggissveitum Palestínumanna á verði utan við Fæðingarkirkjuna í Betlehem í morgun. Reuters

Eftir sjö ára ófrið milli Palestínumanna og Ísraelsmanna er nú friðvænlegra á Vesturbakkanum og hafa ferðamenn nú snúið aftur til Betlehem, fæðingarstaðar Jesú, yfir jólahátíðina. Eru öll herbergi á hótelum og gistiheimilum í bænum bókuð yfir jólin í fyrsta skipti frá árinu 2000. 

Áætlað er að 40 þúsund manns muni koma í Fæðingarkirkjuna yfir jólin, að sögn Victors Bataresh, borgarstjóra Betlehem. Þótt öryggisveggur Ísraelsmanna liggi við bæjarmörkin eru greinilegt að glaðnað hefur yfir bæjarlífinu. Skreytingar eru mun meira áberandi en undanfarin ár og veggspjöld með pólitískum slagorðum og myndum af Yasser Arafat, fyrrum leiðtoga Palestínumanna, eru að mestu horfin.

Íbúar í Betlehem, sem eru um 32 þúsund, hafa aðallega haft lifibrauð af ferðaþjónustu og segja að sumarið hafi verið gott. Hótel í Jerúsalem  hafi flest verið full og hóteleigendur í Betlehem nutu góðs af því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert