Tveir til viðbótar handteknir vegna manndráps á Strikinu

Hvids Vinstue við Kongens Nytorv ekki langt frá Striksendanum.
Hvids Vinstue við Kongens Nytorv ekki langt frá Striksendanum. mbl.is/GSH

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók seint í gærkvöldi tvo menn, grunaða um aðild að því þegar 19 ára gamall karlmaður var stunginn til bana á Strikinu rétt við Kongens Nytorv á laugardagsmorgun. Áður hafði einn maður verið handtekinn, grunaður um verknaðinn.

Allir þeir sem handteknir hafa verið eru um tvítugt og hafa allir áður komið við sögu lögreglunnar, m.a. fyrir ofbeldisbrot. Sá sem fyrst var handtekinn var í gær úrskurðaður í 26 daga gæsluvarðhald en hinir tveir verða leiddir fyrir dómara.

Myndir náðust á eftirlitsmyndavélar af því, þegar þrír menn mættu tveimur mönnum og virtust reyna að ná húfu af öðrum mannanna. Í kjölfarið brutust út átök þar sem hnífi var beitt. Pilturinn sem lést var með fimm stungur á brjóstinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert