Fundu 600 kg af kókaíni

Kókaín
Kókaín AP

Lögregla á Spáni lagði hald á 600 kíló af kókaíni um borð í seglbáti, sem verið var að sigla á Atlantshafi í átt til Spánar. Sjö manns voru handteknir í tengslum við málið, þar af þrír Evrópubúar.

Seglskútan fór frá eyjunni Antigua í Karíbahafi. Lögregla hefur fylgst með skútunni undanfarinn mánuð og stöðvaði hana við Asoreyjar. Við leit um borð fundust 600 pakkar, sem hver innihélt kíló af kókaíni.

Frakki, Ítali og Spánverji voru um borð og voru handteknir. Fjórir aðrir, frá Kólumbíu, Venesúela og Dómíníska lýðveldinu, voru handteknir í Madríd. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert