Fundu japanska hvalveiðiflotann eftir 10 daga leit

Skip Grænfriðunga, Esperanza, hefur haft uppi á japanska hvalveiðiflotanum við Suðurskautslandið eftir tíu daga leit, að því er umhverfissinnar greindu frá í dag. Reyndu Grænfriðungar að stöðva veiðar Japananna, sem sigldu umsvifalaust á brott með Esperanza í kjölfarið. Japanar sendu flotann á sjó í nóvember og kváðust ætla að veiða um eitt þúsund hvali í vísindaskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert