Sambandsflokkurinn sigurstranglegur í Færeyjum

Frá Tinganes í Þórshöfn.
Frá Tinganes í Þórshöfn. mbl.is/Dagur

Sambandsflokkurinn verður stærsti stjórnmálaflokkurinn á færeyska lögþinginu ef marka má skoðanakönnun sem gerð var fyrir færeyska blaðið Sósíalinn. Flokkurinn fær 22,5% atkvæða samkvæmt könnuninni og bætir við sig einu þingsæti. Kosið verður í Færeyjum á morgun.


Sambandsflokkurin vill að Færeyjar heyri áfram undir Dani en Þjóðveldisflokkurinn, sem stefnir að fullu sjálfstæði Færeyinga, missir fylgi samkvæmt könnuninni og tapar tveimur þingmönnum.

Sambandsflokkurinn fengi samkvæmt þessu níu þingmenn, en Þjóðveldisflokkurinn sex.

Hinir stóru flokkarnir, Jafnaðarflokkurinn, flokkur Jóannesar Dan Eidesgaard, forsætisráðherra, og Fólkaflokkurinn, halda þingsætum sínum.

sitjandi ríkisstjórn Færeyinga bætir samkvæmt þessu við sig fylgi en Javnaðarflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafa setið í ríkisstjórn undir stjórn Eidesgaard frá árinu 2004.


Jóannes Eidesgaard ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra á síðasta ári
Jóannes Eidesgaard ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra á síðasta ári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert