Eldur í frægu hóteli í Las Vegas

Myndir sem CNN sýndi í kvöld frá eldsvoðanum í Las …
Myndir sem CNN sýndi í kvöld frá eldsvoðanum í Las Vegas. AP

Eldur logaði síðdegis á efri hæðum Monte Carlo hótelsins í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Á sjónvarpsmyndum frá CNN sjónvarpstöðinni sást þegar eldtungur stóðu út um glugga hótelsins og þykkur svartur reykur kom frá þaki hótelsins. 

Fram kom í fréttum CNN að eldurinn hafi breiðst út á klæðningu byggingarinnar en ekki náð inn á hótelið.

Hótelið sem er eitt það stærsta í Las Vegas var rýmt síðdegis og reyndu slökkviliðsmenn að slökkva eldinn.

Ekki er vitað hvort einhvern sakaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert