Obama tryggir sér stuðnings Kennedys

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaefni bandarískra demókrata, er sagður hafa tryggt sér stuðning Edward Kennedy, öldungadeildarþingmanns frá Massachusetts, en í gær lýsti Caroline Kennedy, dóttir fyrrum forseta Bandaríkjanna, yfir stuðningi við Obama.

Stuðningur Kennedy fjölskyldunnar þykir mikils virði innan bandaríska demókrataflokksins og auka mjög hróður Obama sem vann stórsigur í kosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær.

Ónefndir heimildarmenn innan flokksins segja Kennedy hafa heitið Obama stuðningi sínum en Obama vildi ekkert um það segja er hann var spurður um málið í sjónvarpsviðtali í dag. „Ég ætla að leyfa Ted Kennedy að tala fyrir sjálfan sig. Það gerir það engin betur,” sagði hann. „Það vildu að sjálfsögðu allir frambjóðendur demókrataflokksins njóta stuðnings Ted Kennedy og við höfum vissulega sóst eftir honum. En þið vitið, ég mun leyfa honum að gefa út eigin tilkynningu þegar honum finnst það tímabært."

Auk þess sem stuðningur Kennedys er mikils metin vegna sögu Kennedy fjölskyldunnar býr Edward Kennedy yfir öflugu fjáröflunar og tengslaneti sem nær um öll Bandaríkin. 

Í grein sem birt er í New York Times í dag lýsir Caroline Kennedy stuðningi við Obama og líkir honum við föður sinn John F. Kennedy. „Ég hef aldrei átt forseta sem hefur veitt mér innblástur á þann hátt sem fólk segir mér að faðir minn hafi veitt sér innblástur,” segir í greininni. „En í fyrsta sinn finnst mér ég hafa fundið mann sem gæti orðið sá forseti. Ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir nýja kynslóð Bandaríkjamanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...