Berlusconi vill kosningar

Berlusconi vill fá kosningar á Ítalíu sem fyrst.
Berlusconi vill fá kosningar á Ítalíu sem fyrst. Reuters

Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu , Silvio Berlusconi, kallar eftir kosningum fljótlega til þess að binda enda á það ástand sem ríkir í stjórnmálum landsins.  „Við teljum að það eina í stöðunni sé að halda kosningar til þess að fá stjórn til starfa í landinu sem fyrst," sagði Berlusconi.

Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, lauk fjögurra daga viðræðum við pólitíska leiðtoga í dag. Hann sagði á blaðamannafundi að hann muni taka sér tíma til þess að hugsa um málið áður en hann tekur ákvörðun um hvernig binda skuli enda á pólitíska óvissu í landinu eftir afsögn forsætisráðherrans Romano Prodi í síðustu viku.

Napolitano sagði ástandið „flókið og erfitt" vegna klofnings í stjórnmálum landsins.  Hann sagði ekki hversu miklum tíma hann myndi verja í ákvarðanatöku.

Prodi sagði af sér á fimmtudaginn síðastiðinn eftir að hann varð undir í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn hans.  Hann gegndi embætti forsætisráðherra í 20 mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert