Sjálfsmorðsárás í Pakistan

Þrír pakistanskir hermenn létu lífið og fimm særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var við landamæri Pakistan og Afganistan.  Talið er að háttsettur leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hafi látið lífið á sama svæði fyrr í vikunni.

Árásarmaðurinn keyrði bifreið fullri af sprengiefnum inn í öryggisklefa við  landamærin í norður Waziristan héraði.

Árásin var gerð í kjölfar þess að Bandaríkjamenn gerðu flugskeytaárás á felustað herskárra uppreisnarmanna nærri bænum Mir Ali á þriðjudaginn.  Talið er að leiðtogi innan al-Qaeda,  Abu Laith al-Libi, hafi látið lífið í árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert