Þorskaheftar konur notaðar í sprengjutilræðum

Enn fjölgar þeim sem létust  í tveimur öflugum sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær en nú er talið að 99 hafi látist í sprengingunum. Íraskir embættismenn sögðu að tvær þroskaheftar konur hefðu verið notaðar í tilræðunum, sprengjur hefðu verið festar við þær og síðan sprengdar úr fjarlægð. Eru þetta mannskæðustu hryðjuverk í borginni frá því að bandarískum hermönnum var fjölgað þar  síðasta vor.

Fyrra hryðjuverkið átti sér stað á Al-Ghazl-gæludýramarkaðnum í miðborginni þegar kona sprengdi sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja á gæludýramarkaði í Al-Jadida-hverfinu.

Yfirvöld í Írak skýrðu frá því í gær, að mannfall meðal óbreyttra borgara í janúar nú væri það minnsta í tæp tvö ár. Í síðasta mánuði týndi 541 Íraki lífi, 463 óbreyttir borgarar, 22 hermenn og 56 lögreglumenn. Þá er það haft eftir bandarískum heryfirvöldum, að árásum af öllu tagi hafi fækkað um 62% frá því í júní en þau vara samt við of mikilli bjartsýni þar sem al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin séu enn að verki þótt verulega hafi fjarað undan þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka