12 létust af völdum jarðskjálfta í Rúanda

Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar jarðskjálfti sem mældist fimm stig reið yfir vesturhluta Afríkuríkisins Rúanda í dag. Varð skjálftans vart í höfuðborginni Kigali, sem er í um 200 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. Óttast er að fleiri kunni að hafa látist, og ekki liggur fyrir hve margir slösuðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert