Obama „yrði myrtur“

Doris Lessing.
Doris Lessing. Reuters

Ef Barak Obama verður næsti forseti Bandaríkjanna er öruggt að hann verður ráðinn af dögum, segir breska skáldkonan Doris Lessing, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, í viðtali sem sænska blaðið Dagens Nyheter birtir við hana í dag.

Nái Obama kjöri sem forseti verður hann fyrsti Bandaríkjamaðurinn af afrískum uppruna til að gegna forsetaembættinu. En hann myndi „áreiðanlega ekki sitja lengi, þeir myndu myrða hann,“ segir Lessing í viðtalinu.

Líklega væri betra, segir hún ennfremur, að Hillary Clinton nái því takmarki að verða fyrsta konan í embætti Bandaríkjaforseta. Best af öllu væri þó ef Clinton og Obama færu saman í framboð. „Hillary er bráðsnjöll kona. Líklega yrðu ekki eins mikil læti ef hún myndi vinna en ekki Obama,“ segir Lessing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert