Flugi í París aflýst vegna verkfalla

Mörgum flugum hefur verið aflýst frá Orly-flugvellinun París.
Mörgum flugum hefur verið aflýst frá Orly-flugvellinun París. AP

Helmingur fluga frá Orly flugvellinum í París hefur verið aflýst vegna verkfalla flugumferðarstjóra sem staðið hefur í fjóra daga.  Flugumferðarstjórar munu ætla að skoða samninga við yfirvöld flugmála.

Flugumferð var komin í lag á Charles de Gaulle flugvellinum eftir mótmælaaðgerðir þar í vikunni gegn áformum um að miðstýra flugumferð á Parísarsvæðinu frá einni stöð.

Samgönguráðherra Frakklands Dominique Bussereau segist vonast til þess að deilumálum verði lokið fyrir föstudag þegar skólafrí byrja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka