Mótmælendur brenndu danska fánann

Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum ...
Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum blöðum. mbl.is

Mótmælendur í borginni Karachi í Pakistan brenndu danska fánann í mótmælaskyni við birtingar danskra blaða á ádeilumynd danska teiknarans Kurt Westergaard af Múhameð spámanni.

Um fimmtíu meðlimir róttæks nemendahóps fóru á götur til þess að mótmæla teiknimyndinni en uppnám vegna hennar og 11 annarra danskra skopmynda af spámanninum leiddi til blóðugra óeirða í múslimaríkjum fyrir tveim árum.

„Við munum ekki hika við að fórna lífum okkar til þess að vernda heilagleika spámanns okkar," sagði þáttakandi í mótmælunum í samtali við fréttaritara AFP.

Þátttakendurnir hrópuðu slagorð gegn forseta Pakistan og gagnrýndu ríkistjórnina fyrir að taka ekki á málinu við dönsk stjórnvöld.

Sautján dönsk dagblöð birtu myndina á miðvikudaginn og hétu því að verja tjáningarfrelsið, daginn eftir að dönsk lögregla kom upp um samsæri um að myrða Westergaard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskipt
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Á...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
Til sölu
LA-Z-BOY hægindastóll með mosagrænu mjög góðu áklæði, 5 ára, vel með farinn. Ver...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...