Mótmælendur brenndu danska fánann

Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum ...
Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum blöðum. mbl.is

Mótmælendur í borginni Karachi í Pakistan brenndu danska fánann í mótmælaskyni við birtingar danskra blaða á ádeilumynd danska teiknarans Kurt Westergaard af Múhameð spámanni.

Um fimmtíu meðlimir róttæks nemendahóps fóru á götur til þess að mótmæla teiknimyndinni en uppnám vegna hennar og 11 annarra danskra skopmynda af spámanninum leiddi til blóðugra óeirða í múslimaríkjum fyrir tveim árum.

„Við munum ekki hika við að fórna lífum okkar til þess að vernda heilagleika spámanns okkar," sagði þáttakandi í mótmælunum í samtali við fréttaritara AFP.

Þátttakendurnir hrópuðu slagorð gegn forseta Pakistan og gagnrýndu ríkistjórnina fyrir að taka ekki á málinu við dönsk stjórnvöld.

Sautján dönsk dagblöð birtu myndina á miðvikudaginn og hétu því að verja tjáningarfrelsið, daginn eftir að dönsk lögregla kom upp um samsæri um að myrða Westergaard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...