Ísraelskur lögmaður sveik bótafé út úr gyðingum

Dómstóll í Tel Aviv dæmdi í dag ísraelskan lögmann í 12 ára fangelsi eftir að hann hafði verið fundinn sekur um að hafa svikið út úr gyðingum sem lifðu af Helförina bótafé sem þeir fengu greitt frá Þýskalandi.

Lögmanninum var ennfremur gert að greiða sekt sem svarar tæpum 370 milljónum króna, en hann var fundinn sekur um að hafa stolið sem svarar um þrettán milljörðum króna af tugum fórnarlamba sem lifðu Helförina af.

Lögmaðurinn hóf sviksemina í byrjun síðasta áratugar. Hann stofnaði samtök sem hann sagði hafa það að markmiði að hjálpa gyðingum sem lifðu Helförina af að fá eftirlaunagreiðslur frá tryggingastofnun Vestur-Þýskalands. Hann stakk í eigin vasa peningum sem fólkið taldi að færu í greiðslur til tryggingafélaga.

Vestur-Þýskaland og Ísrael undirrituðu samkomulag 1952 um háar bótagreiðslur til Ísraels og fórnarlamba Helfararinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert