Leiðtogi Hizbollah segir Ísraela hóta nýju stríði

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna. AP

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í dag að Ísraelar hafi hótað að hefja nýtt stríð við samtökin með því að myrða Imad Mughniyeh, einn af leiðtogum samtakanna. Nasrallah segir að Ísrael myndi bíða ósigur í slíku stríði.

Nasrallah sagði að árásin á Mughniyeh, sem lést í sprengjuárás í Sýrlandi, fyrr í þessum mánuði, hafi verið liður áætlun Ísraela um að myrða fleiri hátt setta leiðtoga Hizbollah.

„Ísraelar eru augljóslega að hóta stríði,“ sagði Nasrallah á fundi í suðurhluta Beirút þar sem tugir þúsunda voru komnir saman til minningarathöfn fyrir Mughniyeh og tvo aðra leiðtoga Hizbollah, sem létust á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert