Tugir hafa fallið í aðgerðum Tyrkja

Tyrkneski herinn segir, að tugir uppreisnarmanna Kúrda hafi fallið í aðgerðum hersins innan landamæra Íraks en her Tyrkja fór yfir landamærin í gærmorgun til að ráðast á bækistöðvar uppreisnarmanna Íraksmegin.

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir að aðgerðirnar séu takmarkaðar og herinn muni hverfa aftur til Tyrklands eins fljótt og mögulegt er.

Bæði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkin hafa hvatt Tyrki til að gæta hófs í aðgerðunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert