Leiðtogi kommúnista sigraði í forsetakosningum á Kýpur

Demetris Christofias ásamt Elsi konu sinni og barnabarni, greiða atkvæði …
Demetris Christofias ásamt Elsi konu sinni og barnabarni, greiða atkvæði í Nicosiu í dag. Reuters

Demetris Christofias, leiðtogi kommúnistaflokksins á Kýpur, fór með sigur af hólmi í forsetakosningum þar í landi í dag, ef marka má útgönguspár. Samkvæmt spánum fékk Christofias um 51-52% atkvæða en Ioannis Kasoulides, utanríkisráðherra og frambjóðandi borgaraflokkanna, fékk  48-49%%.

Talið er að kosningarnar muni styrkja þær friðarumleitanir, sem farið hafa fram á eyjunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. Báðir frambjóðendurnir hafa slegið mun sáttfúsari tón en stjórnvöld hafa gert til þessa í garð Kýpur-Tyrkja, sem ráða yfir hluta eyjarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert