Danskir læknar skrifi upp á heróín

Danska þingið samþykkti í dag að styrkja tilraunaverkefni heilbrigðisyfirvalda sem gengur út á að læknar skrifi upp á heróínskammta fyrir þá fíkla sem eru orðnir mjög langt leiddir í neyslunni.

Samkvæmt verkefninu verður um 70 milljónum danskra króna varið í að meðhöndla um 500 heróínfíkla, þ.e. þá sem eru í mestri neyslu og eru komnir út á jaðar samfélagsins, árið 2008 og 2009.

Samhliða heróíninu fá fíklarnir meþadón, en það er verkjalyf sem er einnig notað í meðferð við heróínfíkn. Tilgangurinn með því er tvíþættur. Í fyrsta lagi að reyna stuðla að endurhæfingu viðkomandi fíkils og í öðru lagi til að draga úr glæpum sem tengjast heróínnotkun.

Danska verkefnið byggir á svipuðu verkefni sem hefur verið hleypt af stokkunum í Sviss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert