Harðir bardagar á Gaza

Ísraelskir skriðdrekar skjóta úr fallbyssum sínum á Gaza.
Ísraelskir skriðdrekar skjóta úr fallbyssum sínum á Gaza. Reuters

Ísraelsher hefur haldið uppi árásum á Gaza í dag og hafa 42 Palestínumenn látist í átökunum frá því snemma í morgun en Ísraelar hafa skotið eldflaugum úr herþotum sínum og er landherinn kominn um 3 km inn fyrir landamærin á norðurhluta Gaza.

Sjö óbreyttir borgarar eru meðal hinna látnu og um 100 manns hafa særst, margir þeirra alvarlega.

Skriðdrekar sem hljóta stuðning herþyrlna úr lofti hafa fært sig inn í og svæðið í grennd við bæina Jabaliya og Tufah en þar eru einnig flóttamannabúðir og hófst árásin skömmu eftir miðnætti í nótt.

Íbúar í bæjunum halda sig innandyra og imammar lesa vers úr Kóraninum í hátalarakerfi moska.

Þetta mun vera mesta mannfall sem hefur orðið á Gaza í meira en ár en undanfarna tvo daga hafa um 60 manns látið lífið í átökunum.


Herþyrla varpar blysum á vígvöllinn í morgun.
Herþyrla varpar blysum á vígvöllinn í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert