Hollensk kvikmynd um kóraninn veldur titringi

Nokkur múslímaríki hafa mótmælt kvikmynd Geert Wilders.
Nokkur múslímaríki hafa mótmælt kvikmynd Geert Wilders. Reuters

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segist hafa áhyggjur af því að hollensk kvikmynd, þar sem íslamstrú er gagnrýnd, muni hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir NATO-hermenn í Afganistan.

Framkvæmdastjórinn lét ummælin falla eftir að Afganar mótmæltu myndinni í gær, en hún er gerð af þingmanni hægri-öfgamanna, Geert Wilders.

Hollensk stjórnvöld hafa varað Wilders við því að myndin gæti skaðað pólitíska og viðskiptalega hagsmuni Hollands.

Wilders segir að myndin fjalli um Kóraninn, en hefur ekki tjáð sig frekar um innihald myndarinnar. Hann hefur kallað eftir því að bókin verði bönnuð og segir hana svipaða bók Adolfs Hitlers, leiðtoga nasista, Mein Kampf.

Nokkur múslímaríki, þar á meðal Íran og Pakistan, hafa gagnrýnt kvikmyndina.

De Hoop Scheffer segist hafa áhyggjur af hermönnum NATO í kjölfar mótmælanna sem áttu sér stað í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert