Dauðarefsing verður ekki afnumin í Kína í bráð

Háttsettur dómari í Kína segir að dauðarefsing verði ekki afnumin í landinu á næstunni, því að beiting hennar henti núverandi þróunarstigi landsins, og auk þess hafi dauðarefsingar fyrirbyggjandi áhrif. Þessu til viðbótar séu dauðarefsingar liður í að viðhalda lögum og reglu í samfélaginu.

Kínverskir dómstólar kveða upp fleiri dauðadóma en í nokkru öðru landi. Mannréttindasamtök áætla að á ári hverju sé á bilinu eitt til tíu þúsund dauðadómum framfylgt í Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert