Vilja ekki mynd um Kóraninn

Kóraninum lýst sem
Kóraninum lýst sem "fasistabók" Reuters

Utanríkisráðherra Írans hefur beðið hollensku ríkisstjórnina að koma í veg fyrir að hægri-öfgasinninn Geert Wilders dreifi heimildarmynd sinni um Kóraninn. Myndin hefur kallað fram hörð mótmæli í múslimalöndum.

„Ég held að þeir geti stöðvað myndina“ sagði Medhi Safari eftir fund við hollenska utanríkisráðherrann Maxime Verhagen. “Ríkisstjórnin ber ábyrgðina.  Myndin móðgar 1.2 milljarða manns, gildi þeirra og lífsskoðanir“, bætti Safari við.

Hollenska ríkisstjórnin hefur tvisvar reynt að sannfæra Wilders um að hætta við dreifingu á myndinni en án árangurs. Wilders hefur gefið það út að hann hyggist frumsýna myndina seinna í mánuðinum.  Þessi 15 mínútna mynd lýsir Kóraninum sem „fasistabók“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert