Cheney kominn til Afganistan

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er á ferðalagi um Miðausturlönd
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er á ferðalagi um Miðausturlönd Retuers

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er kominn til Afganistan en mikil leynd hvíldi yfir því hvenær hann eða hvort hann myndi fara þangað í tíu daga ferð sinni um Miðausturlönd. Cheney ætlar að ræða við stjórnvöld í Afganistan um hvernig þau geti styrkt stöðu sína í baráttunni við talibana og al-Qaida sem hafa haft sig mikið frammi undanfarið.

Cheney flaug til Kabúl, höfuðborgar Afganistan frá Óman snemma í morgun og fór beint á fund forseta landsins, Hamid Karzai, í forsetahöllinni. Var fjölmiðlum bannað að greina frá heimsókn Cheney fyrr en hann var kominn heill á húfi á fund forsetans.

Að sögn talskonu Cheney, Lea Ann McBride, bað forseti Bandaríkjanna,  George W. Bush, Cheney til að eiga fund með Karzai áður en ráðstefna Atlantshafsbandalagsins verður haldin í Rúmeníu í næsta mánuði. Er þetta í fjórða skiptið sem Cheney fer í opinberum erindagjörðum  sem varaforseti Bandaríkjanna til Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert