Liðsmaður Hells Angels sæti geðrannsókn

Dómari í Danmörku hefur úrskurðað að Jønke Nielsen, þekktur liðsmaður dönsku Hells Angels samtakanna, skuli lagður nauðugur inn á geðdeild til að gangast þar undir geðrannsókn. Nielsen situr í gæsluvarðhaldi eftir vopnuð slagsmál við 22 ára gamlan mann á Nørrebro um síðustu jól. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Jønke heldur því fram að maðurinn hafi ráðist á sig en að hann hafi náð hníf af árásarmanninum og notað hann til að verja sig með. Hinn maðurinn, sem einnig situr í gæsluvarðhaldi segir hins vegar að Jønke hafi átt upptökin að slagsmálunum.

„Hann átti von á ýmsu frá danska dómskerfinu en ekki því að vera lagður inn á geðdeild fyrir að verjast hnífstunguárás,” segir Michael Juul Eriksen, lögfræðingur hans en Jønke hefur lagst eindregið gegn því að gangast undir geðrannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert