Áfram vandræði á Heathrow

Farþegar hafa þurft að þola langa bið vegna bilana á …
Farþegar hafa þurft að þola langa bið vegna bilana á fimmtu flugstöðinni á Heathrow. Reuters

Framkvæmdastjóri British Airways, Willie Walsh sagði í dag að hann harmaði að nýja flugstöðvarbyggingin, sú fimmta við Heathrow flugvöll í London skyldi ekki hafa verið rekin jafn vel og vonir stóðu til. Nítján þúsund ferðatöskur söfnuðust upp í flugstöð fimm um helgina.

Walsh bætti því við að hann væri sannfærður um að hún myndi standa undir væntingum er fram líða stundir.

Nítján þúsund töskur eru sem stendur í geymslu í flugstöð fimm en áætlað er að fimm þúsund töskum verði skilað til eigenda sinna á morgun en það er tímafrekt starf þar sem sjálfvirka flokkunarkerfið er í lamasessi og því þarf að handflokka töskurnar.

Á morgun er reiknað með að leggja þurfi niður um 50 áætlaðar flugferðir en í dag voru 54 flugferðir lagðar niður.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert