Mynd um Islam og hryðjuverk kallar fram hörð viðbrögð

Mahathir Mohamad, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, vill að 1,3 milljarðar múslima í heiminum sniðgangi hollenskar vörur vegna sýningar Fitna, umdeildar kvikmyndar stjórnmálamannsins Geert Wilders um Íslam og hryðjuverk.

Forseti Súdan, Omar al-Bashir, segir fráleitt að Íslam sæti svívirðingum í löndum þar sem menn skáki í skjóli málfrelsis. Setja þurfi alþjóðalö sem skuldbindi ríki til að virða trúarbrögð. Utanríkisráðherrar evrópusambandsríkja, alls 27 talsins, lýstu yfir því um helgina að Fitna gæfi ranga mynd af Islam. Hins vegar kæmi ekki til greina að draga úr tjáningarfrelsi vegna sýningar hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert