Segja birni pyntaða í Kína

Dýraverndunarsamtök í Asíu hafa gefið út myndband sem sýnir 28 birni, sem samtökin segjast hafa bjargað úr haldi og frá pyntingum.  Að sögn talsmanns Animals Asia Foundation, voru birnirnir lokaðir inn í búrum á svokölluðum gall-búum í Kína, en gall úr björnum er notað í hefðbundnum austurlenskum lækningum. 

Skurður er gerður á maga bjarnarins til þess að ná gallinu, en að sögn samtakanna voru margir birnir enn með opin sár þegar þeim var bjargað.  Talið er að um 7000 birnir séu í haldi víðsvegar um Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert