Sjálfsvígsárás gerð á jarðarför í Írak

Íraskur hermaður sést hér við eftirlitsstörf í Diyala-héraði Íraks.
Íraskur hermaður sést hér við eftirlitsstörf í Diyala-héraði Íraks. Reuters

Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og átta særðust í sjálfsvígsárás sem var gerð á líkfylgd í Diyala héraði, að sögn lögreglu. 

Árásin var gerð í bænum Saadiyah, í jarðarför lögreglumanns sem var súnníti.   Lögreglumaðurinn var skotinn til bana kvöldið áður en flest fórnarlömb árásarinnar voru ættingjar hans.  Fram kemur á fréttavef BBC, að Al-Qaeda samtökin í Írak eru yfirleitt talin ábyrg fyrir árásum á jarðarfarir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert