Liðsmenn Sea Shepherd kærðir

Skip Sea Shepherd samtakanna, Farley Mowat, fyrir utan strendur Kanada.
Skip Sea Shepherd samtakanna, Farley Mowat, fyrir utan strendur Kanada. Reuters

Skipstjóri og stýrimaður skips Sea Shepherd náttúruverndarsamtakanna, sem hafa fylgst með og mótmælt selveiðum við Kanada, voru kærðir í dag fyrir að hafa farið of nálægt selföngurunum um síðustu helgi. Telur kanadíska sjávarútvegsráðuneytið að þeir Alexander Cornelissen, skipstjóri, og Peter Hammarstedt, stýrimaður, á skipinu Farley Mowat hafi brotið lög sem banna það að nokkur megi koma nær þeim stað, þar sem selveiðar fara fram, en 900 metra án þess að hafa tilskilin leyfi sem selveiði eftirlitsmenn. Skipstjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa truflað starfsmann sjávarútvegsráðuneytisins við eftirlitsstörf.

Ef tvímenningarnir verða fundnir sekir þá eiga þeir yfir höfði sér sekt upp á allt að 100 þúsund Kanadadali og eða allt að eins árs fangelsi.

Paul Watson, leiðtogi Sea Shepherd, gerði góðlátlegt grín að ákærunni í dag og sagði að þar sem skipið er skráð í Hollandi þá nái kanadísk lög ekki yfir það. 

Hart hefur verið deilt á selveiðarnar í Kanada af dýraverndunarsamtökum undanfarin ár þar sem þær aðferðir sem beitt er við veiðarnar þykja ómannúðlegar. 

Selkópur
Selkópur Reuters
Selfangari drepur sel
Selfangari drepur sel Reuters
Selveiðar við Kanada
Selveiðar við Kanada Reuters
Veiðimaður dregur feng sinn um borð.
Veiðimaður dregur feng sinn um borð. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert