Ísraelar sagðir koma sér undan réttmætri gagnrýni

Palestínumenn á vettvangi eldsvoða í eldsneytisgeymslu á Gasasvæðinu.
Palestínumenn á vettvangi eldsvoða í eldsneytisgeymslu á Gasasvæðinu.

Richard Falk, verðandi yfirmaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna á framkomu Ísraela á hernumdu svæðunum, hefur ítrekað fyrri yfirlýsingar sínar um það að hann telji Ísraela hafa með góðum árangri komið sé undan réttmætri gagnrýni á aðgerðir þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Falk hefur áður líkt því sem hann kallar hóprefsingar Ísraela gegn almenningi á Gasasvæðinu við aðgerðir Nasista. Segist hann gera sér grein fyrir því hversu viðkvæm slík samlíking sé en að hann hafi talið hana nauðsynlega til að vekja Bandaríkjamenn til vitundar um það hversu alvarlegt málið sé. 

„Hefðu samsvarandi aðstæður komið upp vegna framkomu Kínverja í Tíbet eða súdanskra yfirvalda í Darfur held ég ekki að nokkur myndi setja sig upp á móti slíkri samlíkingu,” segir hann.  Þá segir hann að rekja megi þetta til skiljanlegar viðkvæmni gyðinga gagnvart ákveðnum þáttum mannkynssögunnar en ekki síður hæfni þeirra í því að koma sér undan kröfum um siðferði og virðingu fyrir alþjóðalögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert