Sex látnir í átökum í Nepal

Frá kosningafundi maóista í Katmandu, höfuðborg Nepals, á laugardag.
Frá kosningafundi maóista í Katmandu, höfuðborg Nepals, á laugardag. AP

Að minnsta kosti sex liðsmenn maóista í Nepal voru skotnir til bana eftir að til átaka kom á milli þeirra og starfsmanna frambjóðanda andstæðinga þeirra í vesturhluta landsins í morgun. Segja maóistar öryggissveitarmenn sem skárust í leikinn hafa skotið mennina til bana og að fimmtán manns til viðbótar hafa sæst í átökunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Mikil spenna er í Nepal eftir að frambjóðandinn Rishi Raj Sharma Sharma var skotinn til bana af óþekktum aðilum í nágrenni borgarinnar Nepalgunj í gær. Kosningar fara fram í Nepal á morgun.   

Maóistar segja átökin hafa brotist út er liðsmenn þeirra handtóku fjörutíu starfsmenn frambjóðandans vegna kosningasvika en talsmenn flokks hans segja maóista hafa ráðist að ástæðulausu á bifreið hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert