Tugir köfnuðu í gámi í Taílandi

Fimmtíu og fjórir ólöglegir innflytjendur köfnuðu er þeim var smyglað …
Fimmtíu og fjórir ólöglegir innflytjendur köfnuðu er þeim var smyglað til Taílands í vörugámi. Reuters

Fimmtíu og fjórir ólöglegir innflytjendur frá Búrma köfnuðu í gámi á flutningabíl sem flutti þá til suðurhluta Taílands. Tugir til viðbótar sluppu lifandi og gátu gert lögreglu viðvart. Loftræsting í gámnum mun hafa bilað.

Samkvæmt fréttavef BBC laðast fátækir verkamenn frá Búrma að atvinnutækifærum í Taílandi og leggja þúsundir þeirra á sig hættuför yfir landamærin með ólöglegum hætti.

Lögreglan telur að verkamennirnir hafi farið sjóleiðina frá syðsta odda Búrma, Victoria Point yfir til Ranong á Taílandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert