Breskur sjónvarpskynnir fannst látinn

Breski sjónvarpskynnirinn Mark Speight fannst látinn á Paddington lestarstöðinni í London í morgun.  Að sögn breskrar lögreglu hafði Mark verið saknað í nokkra daga, en hann fannst á afskekktum stað á stöðinni um tíuleytið í morgun.  Fram kemur á fréttavef BBC að lögregla rannsakar nú andlát Marks en hefur staðfest að Mark varð ekki fyrir lest.

Speight, sem var 42 ára, hvarf síðastliðinn mánudag, þrem mánuðum eftir að kærasta hans fannst látin í baði í íbúð þeirra.  Þau höfðu bæði neytt kókaíns, svefntaflna, og áfengis kvöldið áður en hún lést. 

Speight var kynnir í barnaþættinum SMart sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert