Sendifulltrúi Bush mun eiga fund með Dalai Lama

Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets.
Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets. Reuters

Sendifulltrúi George W. Bush, Bandaríkjaforseta, mun eiga fund með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, í næstu viku.  Mun það verða fyrsti fundur sem yfirvöld í Bandaríkjunum eiga með Dalai Lama, frá því kínversk stjórnvöld hófu herferð í Tíbet í kjölfar mótmæla sem brutust út í Lhasa, höfuðborg landsins.

Paula Dobriansky mun eiga fund með Dalai Lama í Michigan ríki en hún mun leggja áherslu á afstöðu Bandaríkjamanna til þess að kínversk stjórnvöld hefði samræður við Dalai Lama.  „Við höfum áhuga á að heyra afstöðu hans á stöðu mála í Tíbet," segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.

Dalai Lama kom til Bandaríkjanna síðastliðinn fimmtudag og heimsækir meðal annars, Seattle, Michigan og New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert