Clinton ítrekar að Obama geti orðið forseti

Hillary Clinton lagði á það áherslu í gærkvöldi að hún telji keppinaut sinn, Barack Obama, eiga möguleika á að verði forseti Bandaríkjanna. Hún hefur fram að þessu vikið sér undan því að gefa yfirlýsingar um möguleika Obamas.

Þetta kom fram í kappræðum Clintons og Obamas í gær. Hún var spurð hvort hún teldi Obama eiga möguleika á sigri í forsetakosningum gegn frambjóðanda Repúblíkanaflokksins. Svaraði Clinton því ítrekað játandi.

Obama var spurður sömu spurningar um Clinton og svaraði hann því til að Clinton ætti alla möguleika á sigri í forsetakosningum, og bætti því við að hann hefði áður látið þessa skoðun sína í ljós.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert