Páfi gagnrýnir viðbrögð kirkjunnar

Benedikt XVI páfi er hann heimsótti menningarsetur Jóhannesar Páls páfa …
Benedikt XVI páfi er hann heimsótti menningarsetur Jóhannesar Páls páfa í Washington í dag. AP

Benedikt páfi XVI gagnrýndi í dag biskupa kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum fyrir það hvernig þeir hafa tekið á þeim hneykslismálum sem upp hafa komið vegna kynferðisbrota presta kirkjunnar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Páfi, sem staddur er í Bandaríkjunum, sagði við bænastund bandarískum biskupum í dag að viðbrögð forsvarsmanna kirkjunnar í slíkum málum hafi oft verið harla lítilfjörleg.  Þá sagðist finna til mikillar skammar vegna slíkra mála og að hann telji að tíminn muni fara með mikilvægt hlutverk í hreinsun kirkjunnar.

Einnig sagðist hann telja að rekja megi umrædd mál til dvínandi siðferðiskenndar Bandaríkjamanna sem m.a. megi sjá merki í því hversu aðgengilegt klám og ofbeldi sé í bandarísku samfélagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert