Páfi minnir á dökkar hliðar bandarískrar sögu

Benedict páfi XVI er hann heimsótti kaþólska háskólann í Washington …
Benedict páfi XVI er hann heimsótti kaþólska háskólann í Washington í gær. AP

Benedikt páfi XVI, sem nú er í Bandaríkjunum, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir framkomu þeirra í garð indíána og blökkumanna í fyrstu predikun sinni í gær. 46.000 manns komu saman til að hlýða á predikunina á Nationals Park íþróttaleikvanginum og segja skipuleggjendur að helmingi færri hafi komist að en vildu.  

„Bandaríkjamenn hafa alltaf verið bjartsýnir. Forfeður ykkar komu til þessa lands í von um að finna nýtt frelsi og ný tækifæri,” sagði hann. “Það hafa þó ekki alir íbúar þessa lands fengið að njóta þessara tækifæri og verður manni í því sambandi  hugsað til þeirra brota sem framin voru gegn indíánum og þeim sem fluttir voru hingað nauðugir frá Afríku sem þrælar.”

Þá sagði hann blökkumenn og indíána vera mikilvægan þátt bandarísku þjóðarinnar og að glæstar vonir hennar um framtíðina velti m.a. á því að slíkir minnihlutahópar fái aðild að þeim glæsta framtíðardraumi.   Fyrir predikunina ók páfi um leikvanginn á smábíl sínum og að athöfninni lokinni blessaði hann viðstadda.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert