Skotið á ljósmyndara á Vesturbakkanum

Palestínskir blaðamenn minnast Fadal Shana sem féll í árás Ísraelshers …
Palestínskir blaðamenn minnast Fadal Shana sem féll í árás Ísraelshers á Gasasvæðinu á miðvikudag. AP

Ljósmyndari Reuters fréttastofunnar særðist er hann varð fyrir skoti ísraelskra hermanna við aðskilnaðarmúr Ísraela í Bil'in á Vesturbakkanum í dag. Í yfirlýsingu hersins segir að ljósmyndarinn hafi stofnað lífi sínu í hættu með því að fara inn á svæðið. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.  

„Okkur þykir leitt þegar ljósmyndarar slasast en það ber að taka það fram að ljósmyndari, og reyndar hvaða óbreytti borgari sem er, stofnar lífi sínu í hættu þegar hann fer inn á lokað hernaðarsvæði,” segir í yfirlýsingu Ísraelshers vegna málsins.  Í yfirlýsingu hersins segir að mótmælendur nýti sér blaðamenn og ljósmyndara sem „mannlega skildi”.

Þá segir að um fimm ísraelskir borgarar hafi farið á svæðið í dag með hópi útlendinga og Palestínumanna með það fyrir augum að vinna skemmdir á múrnum og skaða öryggisverði. Slíkt athæfi skapi hættu og kalli á viðbrögð hersins.  Palestínskur myndatökumaður Reuters fréttastofunnar, var einn þriggja óbreyttra Palestínumanna sem létu lífið í skriðdrekaárás Ísraelshers á Gasasvæðinu á miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert