Grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn

Verkfræðingur hjá Bandaríkjaher hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi látið Ísraelsmönnum í té leyniskjöl sem vörðuðu kjarnorkuvopn í byrjun níunda áratugar síðustu aldar.

Maðurinn, sem heitir Ben-ami Kadish, vann hjá rannsóknarstofnun hersins í New Jersey. Hann er sagður hafa tekið með sér leyniskjöl og leyft ísraelskum sendimanni að ljósrita þau.

Skjölin fjölluðu um kjarnorkuvopn og Patrot varnaflaugakerfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert