Tilboði Hamas vísað á bug

David Baker, talsmaður Ehud Olmerts forsætisráðherra Ísraels, segir tilboð Hamas-samtakanna um sex mánaða vopnahlé vera sett fram með það eitt að markmiði að  veita samtökunum tækifæri til byggja hernaðarmátt sinn upp að nýju eftir þau áföll sem þau hafi orðið fyrir í átökum við Ísraela að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.


„Hamas er einungis að biðja um tíma til að endurnýja vopn sín og skipuleggja sig að nýju,” segir hann. „Það væri engin þörf fyrir varnaraðgerðir Ísraela hættu Hamas-samtökin hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. Ísraelar óttast að forsvarsmönnum Hamas sé ekki alvara. Þeir eru með leikaraskap.

Stuðningsmenn Hamas samtakanna mótmæltu lokun landamæra Gasasvæðisins um síðustu helgi.
Stuðningsmenn Hamas samtakanna mótmæltu lokun landamæra Gasasvæðisins um síðustu helgi. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert